Fasteignamiðlun kynnir eignina Strandgata 9, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4331 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarrréttindum. Eignin Strandgata 9 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4331, birt stærð 103.6 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].Um er að ræða mikið endurnýjaða tveggja hæða eign með timburpalli á efri og neðri hæð sem snúa í suður. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, 2-3 svefnherbergjum, baðherbergi og geymslu. Efri hæðin var endurgerð nánast að fullu fyrir 5 árum og loft var tekið upp. Einnig hafa vatnslagnir og frárennsli verið endurnýjað sem og gluggar, útihurð, þak, byggðar svalir og pallur, baðherbergi, eldhús, gólfefni, gólfhiti og rafmagn að hluta. Settar voru eldtefjandi plötur á svalir og lagnir lagðar fyrir heitan pott. Stutt er í alla þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla og verslun frá eignni. Búið er að leggja ljósleiðara inn í hús.
Neðri hæð samanstendur af forstofu, baðherbergi/þvottahúsi, tveimur svefnherbergjum og geymslu.
Forstofa: er flísalögð og liggur undir steyptum eldri stiga sem lá upp á efri hæð. Nýleg útidyrahurð.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf með walk in sturtuklefa, innréttingu, vask og salerni. Tengi er fyrir þvottavél á baðherbergi.
Svefnherbergi: eru tvö á neðri hæð með parket á gólfi.
Geymsla: er inn af einu svefnherbergjanna með opnanlegum glugga. Einnig er geymsla undir stiga með hillum og góðu aðgengi.
Garður: er með timburpalli að hluta og grasilagður að hluta.
Efri hæð samanstendur af eldhúsi, borðstofu, stofu og útgang út á svalir. Fljótandi parket er á efri hæðinni í opnu björtu rými með góðu gluggarými.
Eldhús: er með hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og eyju. Innbyggt í innréttingu er ísskápur og uppþvottavél sem fylgja.
Borðstofa: liggur hjá eldhúsi í opnu rými með eldhúsi og stofu.
Stofa: liggur í opnu rými með eldhúsi og borðstofu.
Sjónvarpsstofa/svefnherbergi: er opið með útgang út á svalir en auðvelt er að breyta sjónvarpsholi í svefnherbergi.
Svalir: eru úr timbri með skjólvegg og eldvarnarplötum við næsta hús. Stigi er niður á pall neðri hæðar og út í garð
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.