Hólavegur 17, 580 Siglufjörður
52.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
225 m2
52.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1934
Brunabótamat
44.620.000
Fasteignamat
24.098.000

Fasteignamiðlun ehf kynnir fallega og mikið endurgerða eign að Hólavegi 17, 580 Siglufjörður, fastanúmer 213-0434 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð eignar er 179,7 fm. Eignin var stækkuð með viðbyggingu við anddyri og eldhús árið 2011. Fullbúin 3 herbergja íbúð er í kjallara hússins sem hefur verið í útleigu. Fylgieining eignarinnar er bílskúr að Hólavegi 15b, fastanúmer 213-0429 en birt stærð bíslkúrs er 45,4 fm. 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali og viðskiptalögfræðingur, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].


Nánari lýsing 
Þriggja hæða eign með íbúð í kjallara sem hefur verið í útleigu. Fallega endurgert að hluta og haldið í upprunalegt útlit. Viðbyggingu var bætt við 2011 þar sem anddyri og eldhús eignar
var stækkað. Einnig var byggður pallur framan við inngang. 
Gengið er inn á miðhæð eignarinnar inn í flísalagt anddyri með gráum náttúruflísum og hiti er í gólfi. Andyrið er viðbygging sem byggð var við húsið 2011. Veggir hafa verið klæddir með panel. Inn af anddyri er gengið inn í hol þar sem upprunalegt gólfefni hefur verið gert upp og panell á veggjum hefur verið lagfærður og gerður upp að hluta. Eldhúsið var lagfært að hluta og stækkað með viðbyggingu. Innréttingar eru gamlar sérsmíðaðar í funkis stíl. Panell er á veggjum og parket á gólfi. Raflagnir hafa verið teknar í gegn á miðhæð og kjallara. Sérstakir rofar í anda tímabils eignarinnar sem fengnir voru erlendis voru settir upp. Pottofnar hafa verið yfirfarnir og málaðir og tengdir inn á nýjar lagnir. Stofa og borðstofa liggja saman og veggur var tekin niður sem áður var herbergi og stofa þannig stækkuð. Baðherbergi hefur einnig verið tekið í gegn á miðhæðinni en upprunalegt gólefni er á gólfum sem búið er að pússa og lagfæra. Flísalagður sturtuklefi, ikea innrétting með sérsmíðuðum frontum og ikea vask. Búið er að skipta um lagnir á baðherbergi og panell er á veggjum. 
Upprunalegur stigi er á efri hæð sem búið er að gera upp. Einnig búið að setja gips plötur, einangra og klæða stigaganginn með panel og loftið með gipsplötum. Skipt var einnig um þéttull þegar húsið var klætt.
Á efstu hæð eignarinnar sem er að hluta til undir súð eru 3 rúmgóð svefnherbergi. Geymslupláss er á tveimur stöðum inn í vegg undir súð og búið er að klæða og leggja rafmagn í aðra þeirra svo hægt er að nýta það rými í kósýhorn. Hægt er að komast upp á loft en það er ekki manngengt. 

Á neðstu hæð er sérútbúin íbúð sem hefur verið í útleigu. Sérinngangur er á austuhlið eignarinnar og gengið er inn í flísalagt anddyri. Eldhús hefur verið tekið í gegn og settar ikea innréttingar með sérsmíðuðum frontum. Parket er fljótandi í gegnum íbúðina. Tvö rúmgóð herbergi eru í íbúðinni. Baðherbergi er flísalagt með dökkum náttúruflísum. Sturtuklefi er einnig flísalagður með hvítum flísum. Innréttingar eru frá Ikea með sérsmíðuðum frontum, ljósri borðplötu og ikea vaski. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingunni. Skipt hefur verið um vatnslagnir og raflagnir. Nýjar hurðar og karmar. Innangengt er í þvottahús/geymslu þar sem stigi var upp á efri hæð en búið er að fjarlægja og loka fyrir. Útgengt er úr þvottahúsi/geymslu.  

Húsið hefur verið klætt að utan og einangrað. Skipt var um alla glugga og múrhúð löguð í kjallara. Drenað hefur verið frá eigninni að ofanverðu. Stigi er niður í garðinn sunnan megin og steyptur veggur norðan megin. Skipt var um þak og háaloft einangrað. 
Garður er graslagður og girtur af einnig er fánastöng í garði. 
Bílskúr á lóðinni þarfnast lagfæringar en skráð stærð hans er 54,6 fm með tveimur hurðum. 

Eldhús: á efri hæð er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi. 
Stofa/borðstofa: liggja saman í opnu rými með frábæru útsýni með upprunalegum gólfpanel á gólfi sem hefur verið pússaður og lakkaður. 
Baðherbergi: er með upprunalegum gólfpanel á gólfi og panel á veggjum. Grænbláar mósaík flísar í sturtu með nýlegum blöndunartækjum. Ikea skápar með sérsmíðuðum frotnum, vaskur og klósett. 
Svefnherbergi: eru þrjú á efstu hæð. Dúkur á gólfi í herbergjum. Tvær geymslur undir súð. 

Íbúð á neðri hæð:
Eldhús: er rúmgott með góðu skápa- og borðplássi. Einnig er gott pláss fyrir borðkrók. Parket er á gólfi. 
Svefnherbergi: eru tvö mjög rúmgóð með parket á gólfi og nýjum hurðum. 
Baðherbergi: Flísalagt með gráum flísum á gólfi. Walk in sturta flísalögð með hvítum flísum. 
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali



 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.