Tunguháls 6, 110 Reykjavík (Árbær)
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
10 herb.
4187 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
913.000.000
Fasteignamat
828.350.000

Fasteignamiðlun, Skólavörðustíg 3, Reykjavík, kynnir til sölu eða leigu heildareignin Tunguháls 6, Reykjavík. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2007 sem er alls 4194,1 fm. og stendur á 14.534 fm. lóð.

Kexverksmiðjan Frón hefur verið með starfsemi í húsinu. Húsið skipist í skrifstofur, framleiðslusal, lager, frysti, vinnslusal og verkstæði. Gott rekkakerfi er í frystinum sem stuðlar að góðri nýtingu hans. Góðar innkeyrsludyr og auðvelt að fjölga þeim. Mjög auðvelt er að breyta húsnæðinu og aðlaga það að þörfum viðkomandi aðila.

Helstu stærðir:
  • Skrifstofur - 352 fm. - á tveimur hæðum -  2,8 m lofthæð.
  • Salur og lager - 1.346 fm. - 4,9 m lofthæð.
  • Frystir - 873 fm. - 9 m lofthæð.
  • Kjallari/jarðhæð - 1.598 fm. - 3,6 m lofthæð.
 
Eignin stendur á 14.534 fm. lóð og er með miklum ónýttum byggingarrétti. Miklir möguleikar eru til stækkunar og skv. gildandi deiliskipulagi má byggja húsnæði allt að 17 m að hæð og  með 3,5 m kjallara  (sjá meðfylgjandi tölvumynd af húsnæði til hliðsjónar). Lóðin hentar einstaklega vel fyrir fyrirtæki sem þurfa mikið og gott útisvæði, t.d. bílaumboð, bílaleigur o.s.frv.

Leigusali býður upp á endurnýjun og aðlögun hússins í tengslum við langtímaleigusamninga allt skv. þörfum og í samráði við leigutaka.

Frekari upplýsingar veita Sverrir Pálmason, löggiltur fasteignsali og lögmaður, í síma 867-1001 ([email protected]).

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.