Hamraborg 14, 200 Kópavogur
44.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
78 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1977
Brunabótamat
23.850.000
Fasteignamat
36.850.000

Fasteignamiðlun kynnir:
Björt og falleg 3ra herbergja 78,6 fermetra útsýnis íbúð á annarri hæð við Hamraborg 14, 200 Kópavogi. Íbúðin var mikið endurnýjuð árið 2019 m.a. nýtt eldhús. Húsið í mjög góðu ásigkomulagi og fengið mikið viðhald síðustu ár.

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Bergmann í síma 839-1600 ([email protected]).
                                            ***Bókið skoðun***

Nánari lýsing:

Gengið inn í snyrtilegan stigagang sem nýlega hefur verið skipt um öll teppi og upp á aðra hæð, þaðan inn í íbúðina. Parket á allri íbúðinni að undanskildu forstofu og baðherbergi.
Baðherbergi: Baðherbergi með nýlegri innréttingu, upphengt klósett, vaskur, sturtuklefi. Flísar á gólfum og veggjum. Aðstaða innan íbúðarinnar fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Nýlega tekið í gegn með fallegri hvítri innréttingu, gott skápaplássi. Parket á gólfi. Eyja með eldavél og góðum háf. Innbyggður ísskápur í ínnréttingu og innbyggð þvottavél. Örbylgjuofn og bakaraofn innbyggt í innréttingu.
Stofa: Opið rými með borðstofu og stofu, parket á gólfi. Stórir gluggar í stofu sem gera íbúðina alla mjög bjarta. Virkilega mikið og fallegt útsýni til norðurs og vesturs. Vestur svalir út frá stofu.
Svefnherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með skápum og parket á gólfi. Eitt minna barnaherbergi. 
Þvottahús: Á jarðhæð er sameiginlegt rými með sðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Þessi aðstaða er innan íbúðarinnar á 2 hæð.
Geymsla  Geymsla sem fylgir íbúðinni er innan íbúðarinnar. 
Viðhald: Húsið sjálft hefur fengið nokkuð gott viðhald síðustu ár. Nýlega búið að teppaleggja stigagang og skipta um plast á handriði. Ljósleiðari komin í húsið. Árið 2020 var skipt um allar hurðar á íbúðum og þannig settar nýjar eldvarnarhurðar. Liggur fyrir að skipta um gler í íbúðum í húsinu. Eitt gler í þessarri íbúð sem er brotið og stendur til að laga.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.